Veikt svar IHF við gagnrýni Björgvins Páls: „IHF reynir að stjórna eins miklu og hægt er“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. janúar 2023 15:31 Hassan Moustafa, forseti IHF, hefur svarað gagnrýni sem Björgvin Páll og fleiri hafa haldið á lofti. Samsett/Vísir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni sem sambandið hefur sætt vegna Covid-reglna á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan komandi heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi stendur yfir. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er á meðal gagnrýnenda en hann sendi opið bréf á sambandið hvar hann hvatti gegn aðgerðunum. Í bréfinu segist Björgvin Páll, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. IHF geri þetta á grundvelli verndunar heilsu „Að varðveita heilsu leikmannanna er afar mikilvægt fyrir IHF,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Leikmenn verða skimaðir fyrir mót, sem og tvisvar á meðan því stendur. Eftir riðlakeppnina og eftir milliriðil. Þetta segir IHF vera gert til þess að tryggja það að allir leikmenn séu heilir. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir enn fremur: „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Líkt og nefnt er að ofan voru engar slíkar reglur í gildi á HM í fótbolta í desember, til að mynda. Þar komu upp veikindi í herbúðum Frakka á miðju móti, sem vel kann að vera að hafi verið Covid. Hafi það verið raunin hefðu Frakkar getað misst út hálfan leikmannahóp sinn í fimm daga, þrátt fyrir lítil einkenni, ef reglur líkar þeim sem verða á HM í handbolta hefðu verið við lýði í Katar. IHF vill halda um stjórnartaumana Starfsmenn sambandsins kveðast meðvitaðir um að lifa þurfi með vírusnum eftir miklar takmarkanir síðustu ár og misseri. Sambandið vill aftur á móti hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar með öllum ráðum. „IHF reynir að stjórna eins miklu og mögulegt er, en viðurkenna að við verðum að lifa með vírusnum. Við getum ekki fyrirskipað hótelunum að það þurfi að vera aðskilnaður á milli liðanna og annarra hótelgesta, því hótelin fylgja leiðbeiningum viðkomandi landa,“ segir í yfirlýsingunni. „Hins vegar vill IHF gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Þetta felur í sér ráðstafanir eins og próf, sem gerir okkur kleift að bera kennsl á og einangra sýkta leikmenn eins fljótt og auðið er til að forðast að allt liðið detti út. Í þessu samhengi er rétt að benda á að einangraðir leikmenn verða vistaðir í sérherbergi en verða ekki lokaðir í þessu herbergi í fimm daga.“ Á ábyrgð IHF að allir séu öruggir IHF kveðst bera skilning á því að aðilar á mótinu séu ósáttir við aðgerðinar, sem séu nauðsynlegar. Nýtt bráðsmitandi afbrigði veirunnar beri að varast. IHF beri ábyrgð á mótinu og gæta þurfi að öryggi allra þeirra sem að mótinu koma. Það virðist ekki trufla forráðamenn sambandsins að reglurnar séu strangari en þær í ríkjunum sem halda mótið. Ekkert er þá snert á áhyggjum af því að úrslit keppninnar bjagist ef mörg liðanna missa út fjölda leikmanna. „Við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að ekki er víst að allir hagsmunaaðilar séu hlynntir fyrirhuguðum aðgerðum. Hins vegar fékk IHF upplýsingar frá nokkrum löndum þar sem haldin voru vináttumót þar sem nokkur tilvik hafa verið tilkynnt. Ennfremur sýnir útbreiðsla hins nýja og mjög smitandi XBB.1.5 afbrigði veirunnar að enn þarf að taka heimsfaraldurinn alvarlega,“ „Leiðbeiningar í skipulagslöndunum gætu vikið frá læknisvarnaáætluninni, hins vegar er það á ábyrgð IHF að skipuleggja öruggt IHF heimsmeistaramót karla fyrir alla hagsmunaaðila og við reynum að gera það með því að beita aðgerðum sem reyndust árangursríkar.“ segir í yfirlýsingu sambandsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan komandi heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi stendur yfir. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er á meðal gagnrýnenda en hann sendi opið bréf á sambandið hvar hann hvatti gegn aðgerðunum. Í bréfinu segist Björgvin Páll, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. IHF geri þetta á grundvelli verndunar heilsu „Að varðveita heilsu leikmannanna er afar mikilvægt fyrir IHF,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Leikmenn verða skimaðir fyrir mót, sem og tvisvar á meðan því stendur. Eftir riðlakeppnina og eftir milliriðil. Þetta segir IHF vera gert til þess að tryggja það að allir leikmenn séu heilir. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir enn fremur: „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Líkt og nefnt er að ofan voru engar slíkar reglur í gildi á HM í fótbolta í desember, til að mynda. Þar komu upp veikindi í herbúðum Frakka á miðju móti, sem vel kann að vera að hafi verið Covid. Hafi það verið raunin hefðu Frakkar getað misst út hálfan leikmannahóp sinn í fimm daga, þrátt fyrir lítil einkenni, ef reglur líkar þeim sem verða á HM í handbolta hefðu verið við lýði í Katar. IHF vill halda um stjórnartaumana Starfsmenn sambandsins kveðast meðvitaðir um að lifa þurfi með vírusnum eftir miklar takmarkanir síðustu ár og misseri. Sambandið vill aftur á móti hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar með öllum ráðum. „IHF reynir að stjórna eins miklu og mögulegt er, en viðurkenna að við verðum að lifa með vírusnum. Við getum ekki fyrirskipað hótelunum að það þurfi að vera aðskilnaður á milli liðanna og annarra hótelgesta, því hótelin fylgja leiðbeiningum viðkomandi landa,“ segir í yfirlýsingunni. „Hins vegar vill IHF gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Þetta felur í sér ráðstafanir eins og próf, sem gerir okkur kleift að bera kennsl á og einangra sýkta leikmenn eins fljótt og auðið er til að forðast að allt liðið detti út. Í þessu samhengi er rétt að benda á að einangraðir leikmenn verða vistaðir í sérherbergi en verða ekki lokaðir í þessu herbergi í fimm daga.“ Á ábyrgð IHF að allir séu öruggir IHF kveðst bera skilning á því að aðilar á mótinu séu ósáttir við aðgerðinar, sem séu nauðsynlegar. Nýtt bráðsmitandi afbrigði veirunnar beri að varast. IHF beri ábyrgð á mótinu og gæta þurfi að öryggi allra þeirra sem að mótinu koma. Það virðist ekki trufla forráðamenn sambandsins að reglurnar séu strangari en þær í ríkjunum sem halda mótið. Ekkert er þá snert á áhyggjum af því að úrslit keppninnar bjagist ef mörg liðanna missa út fjölda leikmanna. „Við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að ekki er víst að allir hagsmunaaðilar séu hlynntir fyrirhuguðum aðgerðum. Hins vegar fékk IHF upplýsingar frá nokkrum löndum þar sem haldin voru vináttumót þar sem nokkur tilvik hafa verið tilkynnt. Ennfremur sýnir útbreiðsla hins nýja og mjög smitandi XBB.1.5 afbrigði veirunnar að enn þarf að taka heimsfaraldurinn alvarlega,“ „Leiðbeiningar í skipulagslöndunum gætu vikið frá læknisvarnaáætluninni, hins vegar er það á ábyrgð IHF að skipuleggja öruggt IHF heimsmeistaramót karla fyrir alla hagsmunaaðila og við reynum að gera það með því að beita aðgerðum sem reyndust árangursríkar.“ segir í yfirlýsingu sambandsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira