Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 16:59 Tilraunir Microsoft með ChatGPT eru sagðar hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Vonast er til þess að breytingar byrji að sjást á Bing á næstu mánuðum. EPA/JUSTIN LANE Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Þó gervigreindin geti svarað spurningum með röngum upplýsingum telja margir sérfræðingar að með frekari vinnu geti hún reynst Microsoft góður fengur í samkeppni við Google. Eins og hún virkar núna greinir hún mikið magn upplýsinga sem finna má á netinu og svarar spurningum notenda á grunni þeirra upplýsinga. Gallinn er sá að gervigreindin notast jafnt við rangar upplýsingar sem hún finnur sem og réttar. Í frétt Bloomberg er vitnað í heimildarmenn hjá Microsoft sem segja að vonast sé til þess að gervigreindin geti veitt mannúðlegri og nákvæmari svör við fyrirspurnum notenda Bing, í stað þess að svara fyrirspurnum eingöngu með hlekkjum. Tilraunir Microsoft með ChatGPT eru sagðar hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Vonast er til þess að breytingar byrji að sjást á Bing á næstu mánuðum. Enn er þó verið að meta nákvæmni gervigreind og það hversu fljótt hægt verði að tengja tæknina við leitarvélina. Kveikti á viðvörunarbjöllum hjá Google New York Times sagði frá því fyrir jól að vinsældir ChatGPT hefðu kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir sjá að mögulega sé komið að því að þróun gervigreinda gæti leitt til mikilla sviptinga á sviði leitarvéla á netinu og kollvarparð rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitarvél Google hefur haft mikla yfirburði á aðrar leitarvélar, þegar kemur að fjölda notenda í rúma tvo áratugi. Þar á bæ hefur verið unnið að sambærilegri gervigreindartækni um nokkurra ára skeið og komu verkfræðingar Google til að mynda að þróun ChatGPT. Ákveðna tregðu má þó finna meðal forsvarsmanna Alphabet með að innleiða gervigreind í leitarvél fyrirtækisins og má reka það til þess að erfitt gæti reynst að innleiða auglýsingar í svör gervigreindar við fyrirspurnum notenda. Rúmlega áttatíu prósent af tekjum Google í fyrra komu til vegna auglýsinga. Microsoft Google Tækni Tengdar fréttir Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Þó gervigreindin geti svarað spurningum með röngum upplýsingum telja margir sérfræðingar að með frekari vinnu geti hún reynst Microsoft góður fengur í samkeppni við Google. Eins og hún virkar núna greinir hún mikið magn upplýsinga sem finna má á netinu og svarar spurningum notenda á grunni þeirra upplýsinga. Gallinn er sá að gervigreindin notast jafnt við rangar upplýsingar sem hún finnur sem og réttar. Í frétt Bloomberg er vitnað í heimildarmenn hjá Microsoft sem segja að vonast sé til þess að gervigreindin geti veitt mannúðlegri og nákvæmari svör við fyrirspurnum notenda Bing, í stað þess að svara fyrirspurnum eingöngu með hlekkjum. Tilraunir Microsoft með ChatGPT eru sagðar hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Vonast er til þess að breytingar byrji að sjást á Bing á næstu mánuðum. Enn er þó verið að meta nákvæmni gervigreind og það hversu fljótt hægt verði að tengja tæknina við leitarvélina. Kveikti á viðvörunarbjöllum hjá Google New York Times sagði frá því fyrir jól að vinsældir ChatGPT hefðu kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir sjá að mögulega sé komið að því að þróun gervigreinda gæti leitt til mikilla sviptinga á sviði leitarvéla á netinu og kollvarparð rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitarvél Google hefur haft mikla yfirburði á aðrar leitarvélar, þegar kemur að fjölda notenda í rúma tvo áratugi. Þar á bæ hefur verið unnið að sambærilegri gervigreindartækni um nokkurra ára skeið og komu verkfræðingar Google til að mynda að þróun ChatGPT. Ákveðna tregðu má þó finna meðal forsvarsmanna Alphabet með að innleiða gervigreind í leitarvél fyrirtækisins og má reka það til þess að erfitt gæti reynst að innleiða auglýsingar í svör gervigreindar við fyrirspurnum notenda. Rúmlega áttatíu prósent af tekjum Google í fyrra komu til vegna auglýsinga.
Microsoft Google Tækni Tengdar fréttir Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30