Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 16:55 Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. „Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira