„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 21:31 Árni Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi sjómaður til margra ára. Vísir/Arnar Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis. Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis.
Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira