Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 07:02 Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk heldur betur að kenna á kórónuveirunni á seinasta stórmóti. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. „Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
„Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira