Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 23:08 Mikill spenningur hefur myndast í keingum bókaútgáfuna. Getty/Mike Kemp Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023 Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023
Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira