Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 23:08 Mikill spenningur hefur myndast í keingum bókaútgáfuna. Getty/Mike Kemp Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023 Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023
Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira