Í þágu upplýstrar umræðu Arnar Þór Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:00 Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun