Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2023 10:43 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Búið er að dusta rykið af þessari skýrslu í opinberri umræðu, eftir að um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin. Sigurður Ingi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ófærð á Reykjanesbraut og uppbygging lestarkerfis var til umræða. Svarið var stutt og laggott þegar spurt var um hvort að það væri til skoðunar að byggja fluglest á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Er eitthvað verið að skoða þetta? „Nei“ Það er ekki þannig? „Nei, það voru einkaaðilar sem voru að skoða þetta en ég man nú ekki nákvæmlega kostnaðinn. Menn töldu að þetta væri hægt miðað við vaxandi fjölda ferðamanna en það væri augljóst að það væru allt of fáir sem væru hérna á ferðinni,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki hafa svarið við því hvort að lest hefði ráðið við óveðrið sem skall á fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu og teppti umferð um Reykjanesbraut og víðar á Suðurnesjunum. „Svo verða náttúrulega ótrúlega margir sérfræðingar þegar eitthvað bjátar á í umferðinni, í samgöngumálum. Ég veit ekki hvort að einhver þeirra treysti sér til að stíga fram og fullyrða það að lestir geti farið í gegnum hvaða veður sem er á Íslandi þegar við getum ekki haldið vegum opnum fyrir stærstu tækin okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Frábært að ferðast í lest Á þeim tíma sem umrædd skýrsla um lestina var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. Sigurður telur ekki ólíklegt að sú tala hafi hækkað. „Ég er ekki alveg viss um að, svona miðað við reynslu okkar af svona stórum verkefnum, hvort að þessi stofnkostnaður sé hundrað prósent réttur, ég veit það ekki. Það hefur allt hækkað um 40 prósent núna á nokkrum árum út af stríði og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann virðist þó hrifinn af lestarsamgöngum sem samgöngumáta en virðist telja að fjármunum hér á landi sé betur varið í önnur samgöngumannvirki. „Þetta er frábær samgöngumáti ef hann er kominn. Það er frábært að geta ferðast um í lestum. En hann er mjög dýr í stofnkostnaður og mjög dýr í rekstri. Ég held kannski að miðað við fámennið þá ættum við að einbeita okkur að því að gera vegina betri.“ Samgöngur Veður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Bítið Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Búið er að dusta rykið af þessari skýrslu í opinberri umræðu, eftir að um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin. Sigurður Ingi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ófærð á Reykjanesbraut og uppbygging lestarkerfis var til umræða. Svarið var stutt og laggott þegar spurt var um hvort að það væri til skoðunar að byggja fluglest á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Er eitthvað verið að skoða þetta? „Nei“ Það er ekki þannig? „Nei, það voru einkaaðilar sem voru að skoða þetta en ég man nú ekki nákvæmlega kostnaðinn. Menn töldu að þetta væri hægt miðað við vaxandi fjölda ferðamanna en það væri augljóst að það væru allt of fáir sem væru hérna á ferðinni,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki hafa svarið við því hvort að lest hefði ráðið við óveðrið sem skall á fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu og teppti umferð um Reykjanesbraut og víðar á Suðurnesjunum. „Svo verða náttúrulega ótrúlega margir sérfræðingar þegar eitthvað bjátar á í umferðinni, í samgöngumálum. Ég veit ekki hvort að einhver þeirra treysti sér til að stíga fram og fullyrða það að lestir geti farið í gegnum hvaða veður sem er á Íslandi þegar við getum ekki haldið vegum opnum fyrir stærstu tækin okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Frábært að ferðast í lest Á þeim tíma sem umrædd skýrsla um lestina var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. Sigurður telur ekki ólíklegt að sú tala hafi hækkað. „Ég er ekki alveg viss um að, svona miðað við reynslu okkar af svona stórum verkefnum, hvort að þessi stofnkostnaður sé hundrað prósent réttur, ég veit það ekki. Það hefur allt hækkað um 40 prósent núna á nokkrum árum út af stríði og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann virðist þó hrifinn af lestarsamgöngum sem samgöngumáta en virðist telja að fjármunum hér á landi sé betur varið í önnur samgöngumannvirki. „Þetta er frábær samgöngumáti ef hann er kominn. Það er frábært að geta ferðast um í lestum. En hann er mjög dýr í stofnkostnaður og mjög dýr í rekstri. Ég held kannski að miðað við fámennið þá ættum við að einbeita okkur að því að gera vegina betri.“
Samgöngur Veður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Bítið Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00
Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58