Dönsku stjörnurnar taka undir með Björgvini Páli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2023 13:00 Niklas Landin og Rasmus Lauge brugðust við ákalli Björgvins Páls Gústavssonar. epa/FOCKE STRANGMANN Stór nöfn í handboltaheiminum taka undir gagnrýni Björgvins Páls Gústavssonar á umdeildar Covid-reglur IHF sem verða í gildi á HM í handbolta sem hefst í næstu viku. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan HM stendur. Björgvin hefur látið vel í sér heyra vegna reglnanna umdeildu og sendi meðal annars bréf á IHF vegna þeirra. Björgvin birti tístið á Twitter þar sem hann óskaði eftir stuðningi, ekki síst frá leikmönnum á HM. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Þegar þetta er skrifað hafa 167 þúsund manns séð tíst Björgvins, 1430 manns líkað við það og 311 endurtíst því. Þar á meðal eru nokkrir samherjar hans í íslenska landsliðinu, Miha Zvizej, fyrrverandi leikmaður slóvenska landsliðsins, og síðast en ekki tvær skærustu stjörnur danska landsliðsins. Þetta eru þeir Niklas Landin, fyrirliði og markvörður danska liðsins, og leikstjórnandi þess, Rasmus Lauge. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Þrátt fyrir mikla gagnrýni situr IHF fast við sinn keip. Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér segir að það leggi mikla áherslu á að varðveita heilsu leikmanna. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni. „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Björgvin og félagar hans í íslenska liðinu héldu til Þýskalands í dag. Þeir mæta heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina. Landin, Lauge og félagar í danska landsliðinu rústuðu Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í gær, 43-16. Danir eru í riðli með Belgum, Bareinum og Túnisbúum á HM. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2023 09:01 Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. 6. janúar 2023 07:02 Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku. 5. janúar 2023 13:31 Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000. 5. janúar 2023 08:00 Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4. janúar 2023 20:31 Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. 3. janúar 2023 11:00 Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. 3. janúar 2023 09:43 Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2023 08:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan HM stendur. Björgvin hefur látið vel í sér heyra vegna reglnanna umdeildu og sendi meðal annars bréf á IHF vegna þeirra. Björgvin birti tístið á Twitter þar sem hann óskaði eftir stuðningi, ekki síst frá leikmönnum á HM. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Þegar þetta er skrifað hafa 167 þúsund manns séð tíst Björgvins, 1430 manns líkað við það og 311 endurtíst því. Þar á meðal eru nokkrir samherjar hans í íslenska landsliðinu, Miha Zvizej, fyrrverandi leikmaður slóvenska landsliðsins, og síðast en ekki tvær skærustu stjörnur danska landsliðsins. Þetta eru þeir Niklas Landin, fyrirliði og markvörður danska liðsins, og leikstjórnandi þess, Rasmus Lauge. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Þrátt fyrir mikla gagnrýni situr IHF fast við sinn keip. Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér segir að það leggi mikla áherslu á að varðveita heilsu leikmanna. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni. „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Björgvin og félagar hans í íslenska liðinu héldu til Þýskalands í dag. Þeir mæta heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina. Landin, Lauge og félagar í danska landsliðinu rústuðu Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í gær, 43-16. Danir eru í riðli með Belgum, Bareinum og Túnisbúum á HM.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2023 09:01 Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. 6. janúar 2023 07:02 Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku. 5. janúar 2023 13:31 Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000. 5. janúar 2023 08:00 Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4. janúar 2023 20:31 Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. 3. janúar 2023 11:00 Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. 3. janúar 2023 09:43 Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2023 08:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2023 09:01
Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. 6. janúar 2023 07:02
Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku. 5. janúar 2023 13:31
Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000. 5. janúar 2023 08:00
Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4. janúar 2023 20:31
Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. 3. janúar 2023 11:00
Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. 3. janúar 2023 09:43
Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2023 08:00