Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór Þ. 113-137 | Þórsurum héldu engin bönd í Smáranum Hjörvar Ólafsson skrifar 6. janúar 2023 21:03 Styrmir Snær Þrastarson átti góðan leik í Smáranum í kvöld. Vísir/Diego Þór Þorlákshöfn lék á als oddi þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í 12. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 113-137 Þór í vil. Leikmenn Þórs mættu mjög ákveðnir til leiks og það sást langar leiðir strax frá upphafskasti leiksins að gestirnir ætluðu að selja sig dýrt fyrir þeim tveimur stigum sem í boði voru. Eins og við var að búast þegar þessi lið leiða saman hesta sína var leikurinn hraður og mikið skorað. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 36-24 Þór í vil og Þórsarar voru síðan 19 stigum yfir, 67-48 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Blikar náðu góðum kafla í upphafi annars leikhluta þar sem liðið minnkaði muninn niður í þrjú stig en síðan ekki söguna meir. Þór hélt áfram að bæta við forskot sitt í þriðja leikhluta og þegar hann var tæplega hálfnaður rufu gestirnir 100 stiga múrinn. Nánast var formsatriði að klára leikinn en 35 stigum munaði á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Vincent Malik Shahid og Fotios Lampropoulos áttu ekki í erfiðleikum með að finna glufur á vörn Blika. Vísir/Diega Varnarleikur Breiðabliks var ekki burðugur í þessum leik en trekk í trekk komust Þórsarar mjög auðveldlega að körfu Blikaliðsins og fengu opin skot. Þá hittu lykilleikmenn Þórs á betra kvöld en þeir sem eiga að draga vagninn hjá Breiðabliki. Þór komst með þessum sigri upp að hlið ÍR en liðin sitja í 10. – 11. sæti deildarinnar með sex stig hvort lið. KR vermir svo botnsætið með tvö stig. Breiðablik er hins vegar í fimmta sæti með 14 stig. Pétur Ingvarsson: Varnarplanið gekk ekki upp „Uppleggið okkar í varnarleiknum gekk ekki sem skyldi og því fór sem fór. Við hefðum þurft að skora 140 stig til þess að vinna og það er einkar erfitt. Við viljum hafa leikina hraða og með háu stigaskori en þetta var kannski aðeins og mikið af því góða," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, aðspurður um hvað hefði aflaga farið hjá lærisveinum sínum. „Við náðum nokkrum stuttum góðum köflum en aldrei neinum alvöru áhlaupum. Þetta var flöt frammistaða og ég vona að þetta sé ekki það sem koma skal í síðustu 10 leikjum okkar. Við siglum lygnan sjó um miðja deild eins og sakir standa en við þurfum að halda áfram að spila af ástríðu og hala inn stigum" sagði Pétur enn fremur. „Við reyndum eins og við gátum að finna lausnir á sóknarleik þeirra og finna neista til þess að koma okkur inn í leikinn. Við höfum áður náð að snúa taflinu okkur í vil úr erfiðri en það tókst ekki að þessu sinni. Nú þurfum við bara að leita leiða til þess að blása okkur baráttuanda í brjóst og bæta spilamennsku okkar í næstu leikjum okkar," sagði þjálfarinn um framhaldið. Pétur Ingvarsson reynir að stappa stálinu í leikmenn sína.Vísir/Diego Lárus Jónsson: Gaman að sjá bræðurna í þessum ham „Það sem við lögðum upp með fyrir þennan leik gekk nánast fullkomlega upp. Við pössuðum boltann vel en það er lykilatriði ef þú ætlar að leggja Blika að velli að halda töpuðum boltum í lágmarki. Við spiluðum góða vörn í fyrri hálfleik og vorum að fá auðveld stig eftir að hafa unnið boltann," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, kampakátur. „Við spiluðum skynsamlega í sóknarleiknum og það var sérstaklega gaman að sjá bræðurna Styrmi Snæ og Tómas Val í kvöld. Styrmir Snær sýndi mjög þroskaða frammistöðu og það var gaman að sjá samvinnu þeirra inni á vellinum að þessu sinni," sagði hann um þessi afar efnilegu bræður frá Þorlákshöfn. „Mér fannst líka gaman að sjá hversu góð stemming var hjá leikmönnum liðsins og vilji til þess að ná í stigin tvö. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum og allir sem spiluðu lögðu eitthvað í púkkinn. Það hafa verið batamerki á leik liðsins í síðustu leikjum og það var framhald á því í þessum leik," sagði Lárus. Lárus Jónsson sá marga ljósa punkta við spilamennsku sinna manna. Vísir/Diego Fimm leikmenn Þórs skoruðu meira en 20 stig en gamli refurinn Fotios Lampropoulos var stigahæstur með 34 stig og Vincent Malik Shahid nartaði í hæla hans með því að skora 33 stig. Pablo Hernandez Montenegro setti svo niður 24 stig og Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir skiluðu 21 stigum hvor. Hjá Breiðabliki var Jeremy Herbert Smith atkvæðamestur með 26 stig. Af hverju vann Þór? Leikmenn Þórs tókst betur að höndla hraðann í leiknum og voru mun grimmari í öllum aðgerðum sínum. Þórsarar voru með færri tæknifeila og fengu þar af leiðandi fleiri auðveld stig úr hraðaupphlaupum. Hverjir sköruðu fram úr? Það er erfitt að draga einhvern einn út úr Þórsliðinu þar sem liðsheildin lagði grunnninn að þessum sigri. Auk þess að skora 34 stig reif Fotios Lampropoulos 11 fráköst. Vincent Malik Shahid átti svo 10 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir utan stigin sín sem urðu 33 þegar upp var staðið. Styrmir Snær náði svo þrefaldri tvennu með því að skora 21 stig, gefa 14 stoðsendingar og taka 13 fráköst. Hvað gekk illa? Það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik Breiðabliks og oft og tíðum þurftu leikmenn Þórs ekki að hafa mikið fyrir því að koma sér upp að körfu heimamanna. Það vantaði alla hjálparvörn og ákefð í varnarleik Blika og það segir sitt að eftir tæplega 25 mínútna leik var Þór búinn að skora 100 stig. Hvað gerist næst? Fram undan er tæplega tveggja vikna hlé hjá þessum liðum þar sem leikið verður til undanúrslita VÍS-bikarnum um þar næstu helgi. Breiðablik sækir svo KR heim í næstu umferð deildarinnar fimmtudaginn 19. janúar og Þór tekur á móti Haukum í Þorlákshöfn sama kvöld. Þórsarar voru sigurreifir í leikslok en Blikar að vonum niðurlútir. Vísir/Diego Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn lék á als oddi þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í 12. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 113-137 Þór í vil. Leikmenn Þórs mættu mjög ákveðnir til leiks og það sást langar leiðir strax frá upphafskasti leiksins að gestirnir ætluðu að selja sig dýrt fyrir þeim tveimur stigum sem í boði voru. Eins og við var að búast þegar þessi lið leiða saman hesta sína var leikurinn hraður og mikið skorað. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 36-24 Þór í vil og Þórsarar voru síðan 19 stigum yfir, 67-48 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Blikar náðu góðum kafla í upphafi annars leikhluta þar sem liðið minnkaði muninn niður í þrjú stig en síðan ekki söguna meir. Þór hélt áfram að bæta við forskot sitt í þriðja leikhluta og þegar hann var tæplega hálfnaður rufu gestirnir 100 stiga múrinn. Nánast var formsatriði að klára leikinn en 35 stigum munaði á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Vincent Malik Shahid og Fotios Lampropoulos áttu ekki í erfiðleikum með að finna glufur á vörn Blika. Vísir/Diega Varnarleikur Breiðabliks var ekki burðugur í þessum leik en trekk í trekk komust Þórsarar mjög auðveldlega að körfu Blikaliðsins og fengu opin skot. Þá hittu lykilleikmenn Þórs á betra kvöld en þeir sem eiga að draga vagninn hjá Breiðabliki. Þór komst með þessum sigri upp að hlið ÍR en liðin sitja í 10. – 11. sæti deildarinnar með sex stig hvort lið. KR vermir svo botnsætið með tvö stig. Breiðablik er hins vegar í fimmta sæti með 14 stig. Pétur Ingvarsson: Varnarplanið gekk ekki upp „Uppleggið okkar í varnarleiknum gekk ekki sem skyldi og því fór sem fór. Við hefðum þurft að skora 140 stig til þess að vinna og það er einkar erfitt. Við viljum hafa leikina hraða og með háu stigaskori en þetta var kannski aðeins og mikið af því góða," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, aðspurður um hvað hefði aflaga farið hjá lærisveinum sínum. „Við náðum nokkrum stuttum góðum köflum en aldrei neinum alvöru áhlaupum. Þetta var flöt frammistaða og ég vona að þetta sé ekki það sem koma skal í síðustu 10 leikjum okkar. Við siglum lygnan sjó um miðja deild eins og sakir standa en við þurfum að halda áfram að spila af ástríðu og hala inn stigum" sagði Pétur enn fremur. „Við reyndum eins og við gátum að finna lausnir á sóknarleik þeirra og finna neista til þess að koma okkur inn í leikinn. Við höfum áður náð að snúa taflinu okkur í vil úr erfiðri en það tókst ekki að þessu sinni. Nú þurfum við bara að leita leiða til þess að blása okkur baráttuanda í brjóst og bæta spilamennsku okkar í næstu leikjum okkar," sagði þjálfarinn um framhaldið. Pétur Ingvarsson reynir að stappa stálinu í leikmenn sína.Vísir/Diego Lárus Jónsson: Gaman að sjá bræðurna í þessum ham „Það sem við lögðum upp með fyrir þennan leik gekk nánast fullkomlega upp. Við pössuðum boltann vel en það er lykilatriði ef þú ætlar að leggja Blika að velli að halda töpuðum boltum í lágmarki. Við spiluðum góða vörn í fyrri hálfleik og vorum að fá auðveld stig eftir að hafa unnið boltann," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, kampakátur. „Við spiluðum skynsamlega í sóknarleiknum og það var sérstaklega gaman að sjá bræðurna Styrmi Snæ og Tómas Val í kvöld. Styrmir Snær sýndi mjög þroskaða frammistöðu og það var gaman að sjá samvinnu þeirra inni á vellinum að þessu sinni," sagði hann um þessi afar efnilegu bræður frá Þorlákshöfn. „Mér fannst líka gaman að sjá hversu góð stemming var hjá leikmönnum liðsins og vilji til þess að ná í stigin tvö. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum og allir sem spiluðu lögðu eitthvað í púkkinn. Það hafa verið batamerki á leik liðsins í síðustu leikjum og það var framhald á því í þessum leik," sagði Lárus. Lárus Jónsson sá marga ljósa punkta við spilamennsku sinna manna. Vísir/Diego Fimm leikmenn Þórs skoruðu meira en 20 stig en gamli refurinn Fotios Lampropoulos var stigahæstur með 34 stig og Vincent Malik Shahid nartaði í hæla hans með því að skora 33 stig. Pablo Hernandez Montenegro setti svo niður 24 stig og Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir skiluðu 21 stigum hvor. Hjá Breiðabliki var Jeremy Herbert Smith atkvæðamestur með 26 stig. Af hverju vann Þór? Leikmenn Þórs tókst betur að höndla hraðann í leiknum og voru mun grimmari í öllum aðgerðum sínum. Þórsarar voru með færri tæknifeila og fengu þar af leiðandi fleiri auðveld stig úr hraðaupphlaupum. Hverjir sköruðu fram úr? Það er erfitt að draga einhvern einn út úr Þórsliðinu þar sem liðsheildin lagði grunnninn að þessum sigri. Auk þess að skora 34 stig reif Fotios Lampropoulos 11 fráköst. Vincent Malik Shahid átti svo 10 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir utan stigin sín sem urðu 33 þegar upp var staðið. Styrmir Snær náði svo þrefaldri tvennu með því að skora 21 stig, gefa 14 stoðsendingar og taka 13 fráköst. Hvað gekk illa? Það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik Breiðabliks og oft og tíðum þurftu leikmenn Þórs ekki að hafa mikið fyrir því að koma sér upp að körfu heimamanna. Það vantaði alla hjálparvörn og ákefð í varnarleik Blika og það segir sitt að eftir tæplega 25 mínútna leik var Þór búinn að skora 100 stig. Hvað gerist næst? Fram undan er tæplega tveggja vikna hlé hjá þessum liðum þar sem leikið verður til undanúrslita VÍS-bikarnum um þar næstu helgi. Breiðablik sækir svo KR heim í næstu umferð deildarinnar fimmtudaginn 19. janúar og Þór tekur á móti Haukum í Þorlákshöfn sama kvöld. Þórsarar voru sigurreifir í leikslok en Blikar að vonum niðurlútir. Vísir/Diego
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti