Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2023 18:29 Maðurinn þykist ýmist vera stelpa eða strákur í kring um tólf til fjórtán ára aldur. Vísir Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. Þúsundir Íslendinga fylgjast með tálbeitu á samfélagsmiðlum sem hefur lokkað og flett ofan af meintum barnaníðingum. Tálbeitan segist lengi hafa hugsað um að ráðast í aðgerðir sem þessar en ekki lagt í það fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að spá í í mörg ár. Ég horfði til dæmis mikið á Chris Hansen á YouTube. Þetta er eitthvað sem ég hef pínu og pínu gert í gegn um tíðina, á Instagram og Snapchat talað við gamla barnaperra en svo ekki gert meira í því,“ segir maðurinn. Fréttastofa settist niður með manninum í dag sem vill ekki láta nafns síns getið vegna þess hve umdeildar aðferðir hans eru. Klippa: Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Byrja margir á að senda nektarmyndir Mál sem kom upp í haust, þar sem kona á fertugsaldri var sökuð um kynferðisofbeldi og einkaskilaboð milli hennar og ungra barna birt, hafi hrint honum af stað í afhjúpunum. Hann hafi aldrei lent í ofbeldi sem þessu sjálfur en þekki marga sem hafi það og séð að það skaddast fyrir lífstíð. „Einhvern vegin leiddi eitt af öðru og ég var allt í einu farinn að tala við einhvern perra.“ Flestir sem hafi samband við hann, haldandi að hann sé ungur strákur eða stelpa, séu karlmenn en dæmi séu um að konur og pör hafi við hann samband í leit að kynlífi. Skilaboðin séu mörg mjög gróf. „Þeir eru margir sem senda nektarmyndir óumbeðnir. Fyrstu skilaboðin eru kannski „hæ“ og mynd af þeim nöktum. Svo er þetta bara mjög gróft tal. Ég segist oft vera hrein mey eða hreinn sveinn og þeir tala um að vilja taka meydóm og sveindóm. Segja hluti sem fólk vill kannski ekki heyra en bara mjög ógeðslega hluti og ég er mjög heppinn að geta ekki tekið þetta inn á mig. Þetta fer inn um eitt og út um annað,“ segir hann. Blessunarlega hafi þetta lítil áhrif á hann. „Ég er mjög heppinn að höndla þetta svona auðveldlega og geta slökkt á þessu þegar ég vil.“ Segjast hafa ætlað að lokka hann Hann hefur birt myndbönd af samskiptum og fundum sínum með níu mönnum en segir þá mun fleiri. „Þeir verða allir mjög stressaðir og margir keyra beint í burtu. Margir sem ég hef ekki getað póstað af því ég hef ekki haft næg sönnunargögn. Þeir keyra flestir bara í burtu án þess að ég sjái framan í þá,“ segir hann. „Margir verða líka bara mjög hræddir og stoppa. Þeir vita þá ekki hvað þeir eigi að segja og þeir koma margir með sömu afsakanirnar aftur og aftur: Að þeir hafi verið að góma mig. Að þeir voru að tálbeita mig en ég ekki þá.“ Ævar Pálmi Pálmason , yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, varaði almenning við því í viðtali á Ríkisútvarpinu í gær að grípa til aðgerða sem þessara. Nefndi hann meðal annars að lögregla gæti ekki notfært sér gögn sem aflað er með ólögmætum hætti. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ segir hann. Hræðist ekki að verða fyrir líkamsárás Hefurðu áhyggjur af því að þessar aðgerðir þínar komi jafnvel í veg fyrir að þetta fólk sé sótt til saka? „Bæði og. Það var náttúrulega þetta mál þar sem maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi eftir tálbeituaðgerð,“ segir hann og vísar í dóm frá því í febrúar í fyrra. Þar var karlmaður á sextugsaldri dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að karlmaður á þrítugsaldri lokkaði hann og þóttist vera fjórtán ára stúlka. „Ég vona að þeir geti nýtt gögnin sem ég skilaði til þeirra í dag. Það er heill hellingur af gögnum og allar upplýsingar um alla þá einstaklinga sem ég er búinn að ná,“ segir hann. Hann hafi yfirleitt farið einn að hitta mennina og segist ekki hræðast þá. „Ég fer yfirleitt einn en hef alveg tekið vini mína með mér,“ segir hann. Hefurðu aldrei áhyggjur af því að það verði jafnvel gengið í skrokk á þér? „Nei, í rauninni ekki. Ég rannsaka þessa menn mjög vel áður en ég hitti þá. Maður verður bara að dæma hvernig persóna þetta er út frá útliti og samfélagsmiðlum. Ég hef alveg verið að tala við menn sem eru mjög shady og ég hef bara lokað á það. Ég er ekki að fara einn að hitta mann sem er tveir metrar á hæð og 120 kíló.“ Heilablóðfall ekki góð ástæða fyrir að vilja sofa hjá tólf ára stelpu Viðbrögðin við aðgerðum hans hafi flest öll verið mjög góð. „Þau hafa verið mjög góð flest öll. Greinilega samt einhverjir inn á milli sem þekkja perrana sem ég næ og koma með afsakanir. Einhver nefndi heilablóðfall um daginn. Ég sé ekki að það sé góð og gild ástæða til að vilja sofa hjá tólf ára stelpu,“ segir hann. „Þeir sem skamma mig fyrir að tálbeita mega bara eiga sig. Mér er alveg sama hvað þeim finnst. Ég er bara að gera gott. Ekkert annað.“ Hræðistu aldrei að mennirnir sem þú lokkar séu raunverulega ekki sekir um það sem þú sakar þá um? „Nei, þetta er ekkert klukkutímaspjall sko. Þetta eru margir dagar, vikur eða mánuðir sem ég tala við einstaklinga stundum. Ég næ alltaf að draga upp úr þeim sannanir um hverjir þeir eru: Myndir af bíl, myndir af andliti eða eitthvað. Það er mjög auðvelt að átta sig á því ef þetta er einhver sem er að reyna að plata þig,“ segir hann. „Ég hef lent í því að einhver sé að reyna að komast að því hver ég er. Það er mjög auðvelt að loka á það.“ Hann noti yfirleitt Snapchat í aðgerðum sínum og þar sé auðvelt að sjá gerviaðganga. „Þar er eitthvað sem heitir snapscore og þá getur maður séð hvort aðgangurinn sé nýr eða ekki. Þeir eru flestir nýir af því þetta eru yfirleitt menn sem eru giftir og þeir gera gerviaðgang. Ef menn eru að reyna að blekkja vantar alltaf eitthvað inn í söguna, þá er auðvelt að fatta það,“ segir hann. Hefur ekki við því að svara ábendingum Mikill fjöldi fólks sendi honum ábendingar. „Ég er búinn að fá heilan helling á TikTok og Instagram, vel yfir fimmtíu skilaboð. Ég hef ekki undan að svara öllum. Fólk er mikið að benda á dæma níðinga og fólk sem á maka eða ættingja sem hefur misnotað það í mörg ár og er að biðja um hjálp. Þetta eru oft mál sem hafa farið til barnaverndar og lögreglu en ekkert er gert í,“ segir hann og segist ekki skilja hvers vegna þurfi einhvern mann úti í bæ til að grípa til aðgerða í málum sem þessum. „Mér finnst að lögreglan eigi að hafa þetta í miklu meiri forgangi. Meiri forgangi en hraðamælingar til dæmis. Hún virðist eyða meiri tíma í það.“ Mamma og pabbi óttist öryggi hans Hann hvetur lögregluna til að nýta krafta hans og býðst til að gera það út ævina, án greiðslu. „Ég er til í að vinna með þeim fyrir núll krónur, út ævina. Ég þarf ekki greiðslu fyrir. En ég er augljóslega betri í þessu en margir hjá lögreglunni, að lokka og finna þessa menn. Af hverju ekki að nýta mína hæfileika?“ Hann vildi að forvarnir væru betri. „Gagnvart símanotkun, netnotkun og segja börnum hvernig þetta er. Ég veit að sumir foreldrar myndu ekki taka vel í það ef einhver kæmi og segði þeim hvað barnaníðingar gera og hvernig þeir manipulate-a. Það þurfa bara að vera miklu betri forvarnir og foreldrar verða að fylgjast vel með símanotkun barnanna sinna af því það er hægt að fela forrit inni í símunum. Þú getur falið Instagram og Snapchat sem reiknivél eða stílabók. Þannig að börnin ykkar geta verið að fela svona fyrir ykkur.“ Hann hafi sagt nánustu ættingjum sínum og vinum hvað hann geri og viðbrögðin hafi verið kynslóðaskipt. „Yngri kynslóðin tók mjög vel við þessu en ekki sú eldri. Það er kannski skiljanlegt, þau hugsa kannski lengra en maður sjálfur. Óttast um öryggi mitt, og þeirra, sem er mjög skiljanlegt. En það þarf einhver að gera þetta.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira
Þúsundir Íslendinga fylgjast með tálbeitu á samfélagsmiðlum sem hefur lokkað og flett ofan af meintum barnaníðingum. Tálbeitan segist lengi hafa hugsað um að ráðast í aðgerðir sem þessar en ekki lagt í það fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að spá í í mörg ár. Ég horfði til dæmis mikið á Chris Hansen á YouTube. Þetta er eitthvað sem ég hef pínu og pínu gert í gegn um tíðina, á Instagram og Snapchat talað við gamla barnaperra en svo ekki gert meira í því,“ segir maðurinn. Fréttastofa settist niður með manninum í dag sem vill ekki láta nafns síns getið vegna þess hve umdeildar aðferðir hans eru. Klippa: Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Byrja margir á að senda nektarmyndir Mál sem kom upp í haust, þar sem kona á fertugsaldri var sökuð um kynferðisofbeldi og einkaskilaboð milli hennar og ungra barna birt, hafi hrint honum af stað í afhjúpunum. Hann hafi aldrei lent í ofbeldi sem þessu sjálfur en þekki marga sem hafi það og séð að það skaddast fyrir lífstíð. „Einhvern vegin leiddi eitt af öðru og ég var allt í einu farinn að tala við einhvern perra.“ Flestir sem hafi samband við hann, haldandi að hann sé ungur strákur eða stelpa, séu karlmenn en dæmi séu um að konur og pör hafi við hann samband í leit að kynlífi. Skilaboðin séu mörg mjög gróf. „Þeir eru margir sem senda nektarmyndir óumbeðnir. Fyrstu skilaboðin eru kannski „hæ“ og mynd af þeim nöktum. Svo er þetta bara mjög gróft tal. Ég segist oft vera hrein mey eða hreinn sveinn og þeir tala um að vilja taka meydóm og sveindóm. Segja hluti sem fólk vill kannski ekki heyra en bara mjög ógeðslega hluti og ég er mjög heppinn að geta ekki tekið þetta inn á mig. Þetta fer inn um eitt og út um annað,“ segir hann. Blessunarlega hafi þetta lítil áhrif á hann. „Ég er mjög heppinn að höndla þetta svona auðveldlega og geta slökkt á þessu þegar ég vil.“ Segjast hafa ætlað að lokka hann Hann hefur birt myndbönd af samskiptum og fundum sínum með níu mönnum en segir þá mun fleiri. „Þeir verða allir mjög stressaðir og margir keyra beint í burtu. Margir sem ég hef ekki getað póstað af því ég hef ekki haft næg sönnunargögn. Þeir keyra flestir bara í burtu án þess að ég sjái framan í þá,“ segir hann. „Margir verða líka bara mjög hræddir og stoppa. Þeir vita þá ekki hvað þeir eigi að segja og þeir koma margir með sömu afsakanirnar aftur og aftur: Að þeir hafi verið að góma mig. Að þeir voru að tálbeita mig en ég ekki þá.“ Ævar Pálmi Pálmason , yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, varaði almenning við því í viðtali á Ríkisútvarpinu í gær að grípa til aðgerða sem þessara. Nefndi hann meðal annars að lögregla gæti ekki notfært sér gögn sem aflað er með ólögmætum hætti. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ segir hann. Hræðist ekki að verða fyrir líkamsárás Hefurðu áhyggjur af því að þessar aðgerðir þínar komi jafnvel í veg fyrir að þetta fólk sé sótt til saka? „Bæði og. Það var náttúrulega þetta mál þar sem maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi eftir tálbeituaðgerð,“ segir hann og vísar í dóm frá því í febrúar í fyrra. Þar var karlmaður á sextugsaldri dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að karlmaður á þrítugsaldri lokkaði hann og þóttist vera fjórtán ára stúlka. „Ég vona að þeir geti nýtt gögnin sem ég skilaði til þeirra í dag. Það er heill hellingur af gögnum og allar upplýsingar um alla þá einstaklinga sem ég er búinn að ná,“ segir hann. Hann hafi yfirleitt farið einn að hitta mennina og segist ekki hræðast þá. „Ég fer yfirleitt einn en hef alveg tekið vini mína með mér,“ segir hann. Hefurðu aldrei áhyggjur af því að það verði jafnvel gengið í skrokk á þér? „Nei, í rauninni ekki. Ég rannsaka þessa menn mjög vel áður en ég hitti þá. Maður verður bara að dæma hvernig persóna þetta er út frá útliti og samfélagsmiðlum. Ég hef alveg verið að tala við menn sem eru mjög shady og ég hef bara lokað á það. Ég er ekki að fara einn að hitta mann sem er tveir metrar á hæð og 120 kíló.“ Heilablóðfall ekki góð ástæða fyrir að vilja sofa hjá tólf ára stelpu Viðbrögðin við aðgerðum hans hafi flest öll verið mjög góð. „Þau hafa verið mjög góð flest öll. Greinilega samt einhverjir inn á milli sem þekkja perrana sem ég næ og koma með afsakanir. Einhver nefndi heilablóðfall um daginn. Ég sé ekki að það sé góð og gild ástæða til að vilja sofa hjá tólf ára stelpu,“ segir hann. „Þeir sem skamma mig fyrir að tálbeita mega bara eiga sig. Mér er alveg sama hvað þeim finnst. Ég er bara að gera gott. Ekkert annað.“ Hræðistu aldrei að mennirnir sem þú lokkar séu raunverulega ekki sekir um það sem þú sakar þá um? „Nei, þetta er ekkert klukkutímaspjall sko. Þetta eru margir dagar, vikur eða mánuðir sem ég tala við einstaklinga stundum. Ég næ alltaf að draga upp úr þeim sannanir um hverjir þeir eru: Myndir af bíl, myndir af andliti eða eitthvað. Það er mjög auðvelt að átta sig á því ef þetta er einhver sem er að reyna að plata þig,“ segir hann. „Ég hef lent í því að einhver sé að reyna að komast að því hver ég er. Það er mjög auðvelt að loka á það.“ Hann noti yfirleitt Snapchat í aðgerðum sínum og þar sé auðvelt að sjá gerviaðganga. „Þar er eitthvað sem heitir snapscore og þá getur maður séð hvort aðgangurinn sé nýr eða ekki. Þeir eru flestir nýir af því þetta eru yfirleitt menn sem eru giftir og þeir gera gerviaðgang. Ef menn eru að reyna að blekkja vantar alltaf eitthvað inn í söguna, þá er auðvelt að fatta það,“ segir hann. Hefur ekki við því að svara ábendingum Mikill fjöldi fólks sendi honum ábendingar. „Ég er búinn að fá heilan helling á TikTok og Instagram, vel yfir fimmtíu skilaboð. Ég hef ekki undan að svara öllum. Fólk er mikið að benda á dæma níðinga og fólk sem á maka eða ættingja sem hefur misnotað það í mörg ár og er að biðja um hjálp. Þetta eru oft mál sem hafa farið til barnaverndar og lögreglu en ekkert er gert í,“ segir hann og segist ekki skilja hvers vegna þurfi einhvern mann úti í bæ til að grípa til aðgerða í málum sem þessum. „Mér finnst að lögreglan eigi að hafa þetta í miklu meiri forgangi. Meiri forgangi en hraðamælingar til dæmis. Hún virðist eyða meiri tíma í það.“ Mamma og pabbi óttist öryggi hans Hann hvetur lögregluna til að nýta krafta hans og býðst til að gera það út ævina, án greiðslu. „Ég er til í að vinna með þeim fyrir núll krónur, út ævina. Ég þarf ekki greiðslu fyrir. En ég er augljóslega betri í þessu en margir hjá lögreglunni, að lokka og finna þessa menn. Af hverju ekki að nýta mína hæfileika?“ Hann vildi að forvarnir væru betri. „Gagnvart símanotkun, netnotkun og segja börnum hvernig þetta er. Ég veit að sumir foreldrar myndu ekki taka vel í það ef einhver kæmi og segði þeim hvað barnaníðingar gera og hvernig þeir manipulate-a. Það þurfa bara að vera miklu betri forvarnir og foreldrar verða að fylgjast vel með símanotkun barnanna sinna af því það er hægt að fela forrit inni í símunum. Þú getur falið Instagram og Snapchat sem reiknivél eða stílabók. Þannig að börnin ykkar geta verið að fela svona fyrir ykkur.“ Hann hafi sagt nánustu ættingjum sínum og vinum hvað hann geri og viðbrögðin hafi verið kynslóðaskipt. „Yngri kynslóðin tók mjög vel við þessu en ekki sú eldri. Það er kannski skiljanlegt, þau hugsa kannski lengra en maður sjálfur. Óttast um öryggi mitt, og þeirra, sem er mjög skiljanlegt. En það þarf einhver að gera þetta.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira