Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 16:08 Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar. Akureyrarbær Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Akureyrarbæ en samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Á síðustu árum hefur fólk á flótta frá Sýrlandi, Afganistan, Úkraínu og víðar sest að á Akureyri en bærinn hefur verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti hópum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Auk þess hefur sveitarfélagið verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Að sögn yfirvalda er markmið samræmdu móttökunnar að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Áhersla sé lögð á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þar með talið íslenskunámi. Mjög mikils virði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir í tilkynningu að Akureyrarbær hafi víðtæka reynslu af móttöku flóttafólks og það sé mjög mikils virði að sveitarfélagið ætli að taka á móti allt að 350 flóttamönnum til viðbótar. „Ég óska bæjaryfirvöldum og Akureyringum innilega til hamingju – og nýjum íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar.“ „Það er samfélagsleg skylda okkar að taka eins vel og kostur er á móti fólki á flótta og mjög mikilvægt að það sé gert með skynsamlegum hætti og í traustu samstarfi við ríkisvaldið,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri í tilkynningunni. „Ég fagna fjölbreytileikanum og veit að fólk hvaðanæva að getur auðgað samfélagið og víkkað sjóndeildarhring okkar. Við bjóðum fólkið ævinlega velkomið og vonum að því muni farnast vel á Akureyri.“ Flóttamenn Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá Akureyrarbæ en samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Á síðustu árum hefur fólk á flótta frá Sýrlandi, Afganistan, Úkraínu og víðar sest að á Akureyri en bærinn hefur verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti hópum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Auk þess hefur sveitarfélagið verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Að sögn yfirvalda er markmið samræmdu móttökunnar að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Áhersla sé lögð á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þar með talið íslenskunámi. Mjög mikils virði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir í tilkynningu að Akureyrarbær hafi víðtæka reynslu af móttöku flóttafólks og það sé mjög mikils virði að sveitarfélagið ætli að taka á móti allt að 350 flóttamönnum til viðbótar. „Ég óska bæjaryfirvöldum og Akureyringum innilega til hamingju – og nýjum íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar.“ „Það er samfélagsleg skylda okkar að taka eins vel og kostur er á móti fólki á flótta og mjög mikilvægt að það sé gert með skynsamlegum hætti og í traustu samstarfi við ríkisvaldið,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri í tilkynningunni. „Ég fagna fjölbreytileikanum og veit að fólk hvaðanæva að getur auðgað samfélagið og víkkað sjóndeildarhring okkar. Við bjóðum fólkið ævinlega velkomið og vonum að því muni farnast vel á Akureyri.“
Flóttamenn Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira