Þetta kemur fram í samantekt slökkviliðsins fyrir árið 2022. Þar kemur fram að útköll vegna óveðurs jukust um 182 prósent milli ára og að útköll vegna vatnstjóna hafi aukist um 53 prósent milli ára.
Heildarboðanir á sjúkabíla árið 2022 voru rúmlega 40 þúsund en voru 42 þúsund árið 2021. „Munurinn á milli boðana og flutnings hefur aukist milli ára og er skýringin meðal annars að árið 2021 enduðu 6% boðana ekki í flutning heldur voru „afgreidd á staðnum“ en árið 2022 var það hlutfall komið upp í 11%,“ segir í samantektinni.
Svokölluðum Covid-boðunum fækkaði á milli ári en örðum boðunum fjölgaði um 8 prósent. Aukning í boðunum frá árinu 2015 er 42 prósent.