„Þetta er akkúrat það sem við þurftum, smá löðrung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2023 09:00 Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason í baráttunni við Juri Knorr í gær. Martin Rose/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði vel að klára leik sinn við Þýskaland í gær á sigri. Styrkur felst í því að vinna leiki sem spilast illa. Þetta segir sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
„Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira