Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. janúar 2023 14:30 Getty Images Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim. Spánn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim.
Spánn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira