Sport

Mega spila með Covid á Opna ástralska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekkert Covid-vesen verður í kringum Novak Djokovic á Opna ástralska meistaramótinu að þessu sinni.
Ekkert Covid-vesen verður í kringum Novak Djokovic á Opna ástralska meistaramótinu að þessu sinni. getty/Sarah Reed

Keppendur á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þurfa ekki að fara í Covid-próf og mega keppa þótt þeir séu með veiruna.

Þetta er mikil breyting hjá mótshöldurunum frá því í fyrra. Þá þurftu keppendur að gangast daglega undir Covid-próf og fara í einangrun ef þeir fengu jákvæða niðurstöðu. Þá þurftu þeir að sjálfsögðu að vera bólusettir til að fá að keppa. Hinum óbólusetta Novak Djokovic var til að mynda meinað að taka þátt á mótinu.

Mótsstjórinn Craig Tiley segir þó að þeir sem eru slappir séu hvattir til að halda sig heima fyrir. Þó sé það vel mögulegt að keppendur með Covid taki þátt á mótinu.

Það gerðist til dæmis í landsleik Ástralíu og Suður-Afríku í krikkett í síðustu viku en þá keppti Matt Redshaw þrátt fyrir að vera með veiruna.

Keppni á Opna ástralska hefst 16. janúar og lýkur 29. janúar. Rafael Nadal á titil að verja í karlaflokki og Ashleigh Barty í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×