Þetta er ekki nóg Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 9. janúar 2023 15:00 Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kjaramál Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar