„Ekki stærsti klúbburinn en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 10:30 Halldór Jóhann tekur við Nordsjælland í sumar. vísir/bára Halldór Jóhann Sigfússon tekur við starfi aðalþjálfara hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Halldór klárar tímabilið sem aðstoðarþjálfari Holsterbro áður fyrrum landsliðsmaðurinn Arnór Atlason tekur við sem aðalþjálfari þar. Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Holsterbro á yfirstandandi leiktíð en hefur tekið mikinn þátt í starfi liðsins vegna veikinda aðalþjálfarans. Hann fagnar tækifærinu að verða aðalþjálfari í sterkri danskri deild. „Það var vitað í nóvember að Simon Dahl væri að fara frá Nordsjælland til Álaborgar, að taka við starfinu hans Arnórs Atla. Þegar ég tók þetta starf hjá Holsterbro var alltaf vitað að ég yrði bara í eitt ár, ég vissi að það væri búið að ráða þjálfara eftir þetta ár,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég kom hérna í ákveðna vinnu, það gekk mjög illa hjá liðinu í fyrra og Sören [Reinholdt Hansen, aðalþjálfari Holsterbro] var búinn að vera í veikindaleyfi svo ég var smá backup fyrir hann,“ „Við áttum leik Nordsjælland um 20. nóvember og svo eiginlega strax eftir það hafa þeir samband,“ segir Halldór um aðdragandann. „Þetta er frábært tækifæri. Auðvitað er þetta ekki stærsti klúbburinn í Danmörku en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti,“ segir Halldór. Hringnum lokað Líkt og Halldór nefnir að ofan þá hefur næsti þjálfari Holsterbro þegar verið ráðinn en það er Arnór Atlason sem mun taka við liðinu sem aðalþjálfari og því hætta sem aðstoðarþjálfari Álaborgar. Simon Dahl, núverandi þjálfari Nordsjælland, tekur við starfi Arnórs hjá Álaborg og nú er ljóst að Halldór taki við af Dahl hjá Nordsjælland og lokast því þriggja manna þjálfarahringekja. „Það er fyndið hvernig þetta verkaði allt saman,“ segir Halldór um þá hringekju. „Við verðum þá þrír íslenskir aðalþjálfarar hérna á næstu leiktíð, Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] með Fredericia, ég með Nordsjælland og Arnór með Holsterbro,“ Arnór taki við betra búi Halldór nefnir að gengið hafi verið strembið hjá hans núverandi liði Holsterbro á síðustu leiktíð og segir hann að Arnór muni taka við betra búi en hann tók við í sumar. „Ég vil nú meina það. Við erum búnir að ná að stabilísera liðið mjög vel hérna í Holsterbro. Í heildina getum við verið sáttir en við höfum verið að glíma við óheppnismeiðsli sem hafa verið plaga okkur,“ „Mitt hlutverk var svo sem að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur gengið mjög vel. Það hefur verið sterkasti hlutinn okkar í vetur,“ Danski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Holsterbro á yfirstandandi leiktíð en hefur tekið mikinn þátt í starfi liðsins vegna veikinda aðalþjálfarans. Hann fagnar tækifærinu að verða aðalþjálfari í sterkri danskri deild. „Það var vitað í nóvember að Simon Dahl væri að fara frá Nordsjælland til Álaborgar, að taka við starfinu hans Arnórs Atla. Þegar ég tók þetta starf hjá Holsterbro var alltaf vitað að ég yrði bara í eitt ár, ég vissi að það væri búið að ráða þjálfara eftir þetta ár,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég kom hérna í ákveðna vinnu, það gekk mjög illa hjá liðinu í fyrra og Sören [Reinholdt Hansen, aðalþjálfari Holsterbro] var búinn að vera í veikindaleyfi svo ég var smá backup fyrir hann,“ „Við áttum leik Nordsjælland um 20. nóvember og svo eiginlega strax eftir það hafa þeir samband,“ segir Halldór um aðdragandann. „Þetta er frábært tækifæri. Auðvitað er þetta ekki stærsti klúbburinn í Danmörku en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti,“ segir Halldór. Hringnum lokað Líkt og Halldór nefnir að ofan þá hefur næsti þjálfari Holsterbro þegar verið ráðinn en það er Arnór Atlason sem mun taka við liðinu sem aðalþjálfari og því hætta sem aðstoðarþjálfari Álaborgar. Simon Dahl, núverandi þjálfari Nordsjælland, tekur við starfi Arnórs hjá Álaborg og nú er ljóst að Halldór taki við af Dahl hjá Nordsjælland og lokast því þriggja manna þjálfarahringekja. „Það er fyndið hvernig þetta verkaði allt saman,“ segir Halldór um þá hringekju. „Við verðum þá þrír íslenskir aðalþjálfarar hérna á næstu leiktíð, Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] með Fredericia, ég með Nordsjælland og Arnór með Holsterbro,“ Arnór taki við betra búi Halldór nefnir að gengið hafi verið strembið hjá hans núverandi liði Holsterbro á síðustu leiktíð og segir hann að Arnór muni taka við betra búi en hann tók við í sumar. „Ég vil nú meina það. Við erum búnir að ná að stabilísera liðið mjög vel hérna í Holsterbro. Í heildina getum við verið sáttir en við höfum verið að glíma við óheppnismeiðsli sem hafa verið plaga okkur,“ „Mitt hlutverk var svo sem að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur gengið mjög vel. Það hefur verið sterkasti hlutinn okkar í vetur,“
Danski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira