Telja ósonlagið ná sér innan fjögurra áratuga Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 15:28 Ósonlagið er að finna í heiðhvolfinu, um tíu til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar. Það ver lífverur á jörðu niðri fyrir hættulegum ófjólubláum geislum frá sólinni. Vísir/Getty Hópur sérfræðinga telur að ef haldið verður áfram á sömu braut nái ósónlagið í lofthjúpi jaðar sér á næstu fjörutíu árum. Nýlega samþykktar aðgerðir til að draga úr notkun efna sem komu í stað ósóneyðandi efna eiga að forða allt að hálfrar gráður hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Losun manna á svonefndum klórflúorefnum sem voru notuð í ýmis konar iðnaði, í kæliskápum og fleiru byrjaði að þynna ósonlag jarðar upp úr miðri síðustu öld. Ósonlagið í heiðhvolfinu ver lífríki jarðar fyrir skaðlegri útfjólublárri geislun sólar. Útfjólubláir geislar geta meðal annars valdið húðæxlum í mönnum. Eyðingin varð til þess að gat myndaðist í ósónlaginu yfir Suðurskautslandinu á vorin á níunda áratug síðustu aldar. Ríki heims brugðust við með því að samþykkja Montreal-sáttmálann um bann við notkun ósoneyðandi efna árið 1987. Sérstök sérfræðinganefnd sem metur árangur af banninu á fjögurra ára fresti skilaði skýrslu sinni í dag. Hún segir að bann við nærri 99 prósentum allra ósoneyðandi efna hafi verndað ósonlagið sem endurheimti nú fyrri styrk. Menn verði því fyrir minni hættulegri geislun. Verði þessum aðgerðum haldið áfram ætti ósonlagið að ná sama styrk og það hafði árið 1980, áður en gatið myndaðist, yfir Suðurskautslandinu fyrir árið 2066. Þynning yfir norðurskautinu ætti að vera gengin til baka fyrir árið 2045 og fyrir árið 2040 annars staðar á jörðinni. Skýrsla nefndarinnar virðist staðfesta að kínversk stjórnvöld hafi komið böndum yfir ólöglega framleiðslu á klórflúorefnum í austanverðu landinu sem óttast var að ætti eftir að hægja á bata ósonlagsins, að sögn New York Times. Frekari aðgerðir komi í veg fyrir umtalsverða hlýnun Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósóneyðandi efni sem kælimiðlar, þanefni fyrir frauð, leysar og slökkvimiðlar. Þau eyða ekki ósoni sjálf en eru aftur á móti ákaflega öflugar gróðurhúsalofttegundir. Þess vegna var samþykktur sérstakur viðauki við Montreal-sáttmálann árið 2016 um að draga úr framleiðslu og notkun á HFC-efnum. Sérfræðinganefndin segir að aðgerðirnar sem kveðið er á um í Kigali-viðaukanum svonefnda komi í veg fyrir allt frá 0,3 til 0,5 gráðu hlýnun á þessari öld. Ófyrirséðar afleiðingar af loftslagsverkfræði Árangur alþjóðsamfélagsins í að ná tökum á hnattrænni hlýnun vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hefur ekki verið eins góður og af aðgerðum til að bjarga ósonlaginu. Sumir vísindamenn hafa því rannsakað langsóttari aðgerðir til þess að koma í veg fyrir hamfarakennda hlýnun jarðar með því að eiga við loftslagið. Ein þessara loftslagsverkfræðihugmynda er að dæla svifryksögnum upp í heiðhvolfið til þess að endurvarpa sólarljósi út í geim og líkja þannig eftir kólnunaráhrifum stærri eldgosa. Blái og fjólublái liturinn sýna þynningu ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu í október 2022.AP/NASA Sérfræðinganefnd Montreal-sáttmálans gerði í fyrsta skipti úttekt á slíkum hugmyndum í skýrslu sinni í ár. Hún varar við ófyrirséðum áhrifum loftslagsverkfræði á ósónlagið. Ef rykögnum væri dælt upp í heiðhvolfið gæti það haft áhrif á hitann þar, lofthringrásina, náttúrulega framleiðslu og eyðingu ósons og dreifingu þess. David W. Fahey, forstöðumaður efnafræðideildar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) og einn sérfræðinganna í nefndinni, segir New York Times að töluverð óvissa sé um áhrif þess að reyna að kæla loftslagið með rykögnum á ósonlagið. Það eyðilegði það þó ekki eða ylli hamfarakenndum afleiðingum. „Við vissum það reyndar fyrir því Pínatúbó gerði þá tilraun fyrir okkur,“ sagði Fahey og vísaði til eldgossins í filippseyska fjallinu sem dældi miklu magni brennisteinsagna upp í heiðhvolfið árið 1991. Eldgosið olli tímabundinni hnattrænni kólnun án þess að rústa ósonlaginu. Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. 31. desember 2022 08:00 Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Losun manna á svonefndum klórflúorefnum sem voru notuð í ýmis konar iðnaði, í kæliskápum og fleiru byrjaði að þynna ósonlag jarðar upp úr miðri síðustu öld. Ósonlagið í heiðhvolfinu ver lífríki jarðar fyrir skaðlegri útfjólublárri geislun sólar. Útfjólubláir geislar geta meðal annars valdið húðæxlum í mönnum. Eyðingin varð til þess að gat myndaðist í ósónlaginu yfir Suðurskautslandinu á vorin á níunda áratug síðustu aldar. Ríki heims brugðust við með því að samþykkja Montreal-sáttmálann um bann við notkun ósoneyðandi efna árið 1987. Sérstök sérfræðinganefnd sem metur árangur af banninu á fjögurra ára fresti skilaði skýrslu sinni í dag. Hún segir að bann við nærri 99 prósentum allra ósoneyðandi efna hafi verndað ósonlagið sem endurheimti nú fyrri styrk. Menn verði því fyrir minni hættulegri geislun. Verði þessum aðgerðum haldið áfram ætti ósonlagið að ná sama styrk og það hafði árið 1980, áður en gatið myndaðist, yfir Suðurskautslandinu fyrir árið 2066. Þynning yfir norðurskautinu ætti að vera gengin til baka fyrir árið 2045 og fyrir árið 2040 annars staðar á jörðinni. Skýrsla nefndarinnar virðist staðfesta að kínversk stjórnvöld hafi komið böndum yfir ólöglega framleiðslu á klórflúorefnum í austanverðu landinu sem óttast var að ætti eftir að hægja á bata ósonlagsins, að sögn New York Times. Frekari aðgerðir komi í veg fyrir umtalsverða hlýnun Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósóneyðandi efni sem kælimiðlar, þanefni fyrir frauð, leysar og slökkvimiðlar. Þau eyða ekki ósoni sjálf en eru aftur á móti ákaflega öflugar gróðurhúsalofttegundir. Þess vegna var samþykktur sérstakur viðauki við Montreal-sáttmálann árið 2016 um að draga úr framleiðslu og notkun á HFC-efnum. Sérfræðinganefndin segir að aðgerðirnar sem kveðið er á um í Kigali-viðaukanum svonefnda komi í veg fyrir allt frá 0,3 til 0,5 gráðu hlýnun á þessari öld. Ófyrirséðar afleiðingar af loftslagsverkfræði Árangur alþjóðsamfélagsins í að ná tökum á hnattrænni hlýnun vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hefur ekki verið eins góður og af aðgerðum til að bjarga ósonlaginu. Sumir vísindamenn hafa því rannsakað langsóttari aðgerðir til þess að koma í veg fyrir hamfarakennda hlýnun jarðar með því að eiga við loftslagið. Ein þessara loftslagsverkfræðihugmynda er að dæla svifryksögnum upp í heiðhvolfið til þess að endurvarpa sólarljósi út í geim og líkja þannig eftir kólnunaráhrifum stærri eldgosa. Blái og fjólublái liturinn sýna þynningu ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu í október 2022.AP/NASA Sérfræðinganefnd Montreal-sáttmálans gerði í fyrsta skipti úttekt á slíkum hugmyndum í skýrslu sinni í ár. Hún varar við ófyrirséðum áhrifum loftslagsverkfræði á ósónlagið. Ef rykögnum væri dælt upp í heiðhvolfið gæti það haft áhrif á hitann þar, lofthringrásina, náttúrulega framleiðslu og eyðingu ósons og dreifingu þess. David W. Fahey, forstöðumaður efnafræðideildar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) og einn sérfræðinganna í nefndinni, segir New York Times að töluverð óvissa sé um áhrif þess að reyna að kæla loftslagið með rykögnum á ósonlagið. Það eyðilegði það þó ekki eða ylli hamfarakenndum afleiðingum. „Við vissum það reyndar fyrir því Pínatúbó gerði þá tilraun fyrir okkur,“ sagði Fahey og vísaði til eldgossins í filippseyska fjallinu sem dældi miklu magni brennisteinsagna upp í heiðhvolfið árið 1991. Eldgosið olli tímabundinni hnattrænni kólnun án þess að rústa ósonlaginu.
Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. 31. desember 2022 08:00 Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. 31. desember 2022 08:00
Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47