Margrét, sem verður 24 ára á árinu, hefur til þessa aðeins spilað fyrir Þór/KA hér á landi. Eftir að samningur hennar rann út skömmu fyrir áramót og þann 28. desember hafði Parma samband. Fór það svo að Margrét skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á ári til viðbótar.
Margrét er mætt til Ítalíu og segja má að lífið á Ítalíu byrjar vel. Á Twitter-síðu sem sérhæfir sig í fréttum af kvennaliði Parma má nefnilega sjá mynd af Margréti og Gianluigi Buffon. Sá er orðinn 44 ára gamall en er þó enn að spila með uppeldisfélagi sínu.
Frægastur er Buffon þó fyrir veru sína hjá Juventus þar sem hann vann fjölda titla. Þá varð hann heimsmeistari með Ítalíu sumarið 2006.
Margrét Árnadóttir è già in Italia. Le sue dichiarazioni sul sito della sua ormai ex squadra, il Thór/KA: "La sera del 28 dicembre ho ricevuto una telefonata che diceva che la squadra voleva propormi un contratto e la mattina dopo è arrivata la bozza. Ho avuto quasi solo un (1/2) pic.twitter.com/qoI5f14Mtu
— Le Gialloblù - News Parma Calcio Femminile (@legialloblu) January 8, 2023
Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök: „Þótt þær séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög professional klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag.“
Margrét verður fimmti Íslendingurinn í Serie A kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Juventus, Guðný Árnadóttir er hjá AC Milan, Alexandra Jóhannsdóttir er hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter.