Fluglest óraunhæfur valkostur Sigurður P. Sigmundsson skrifar 10. janúar 2023 07:31 Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun