Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 07:22 Það var handagangur í öskjunni þegar bókin fór í sölu á miðnætti. AP/Alberto Pezzali Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06