Frumvarp um lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum lagt fram í breska þinginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 12:54 Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir standa yfir á Bretlandseyjum þessa dagana. AP/Kirsty Wigglesworth Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að tryggja lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Frumvarpið er afar umdeilt og meira að segja sagt skaðlegt í skýrslu stjórnvalda um möguleg áhrif þess. Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma. Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma.
Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira