Pereira var dæmdur í tveggja leikja bann eftir seinasta leik portúgalska liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna sem leikinn var í mars árið 2021. Forkeppnin er á vegum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, en þar sem Portúgal hefur ekki enn tekið þátt í leikjum sem heyra beint undir IHF síðan þá hefur þjálfarinn ekki enn tekið úr leikbannið.
Portugalska liðið þarf því að spjara sig í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu án Pereira. Fyrsti leikur liðsins er sem fyrr segir gegn Íslendingum næstkomandi fimmtudag, en liðið mætir svo Suður-Kóreu tveimur dögum síðar.
Í samtali við portúgalska miðilinn Ojogo segist Pereira þó hafa nýtt undirbúninginn fyrir HM í að æfa sig í samskiptum við leikmenn og aðstoðarmenn sína úr fjarska. Hann hafi verið fjarri varamannabekknum í tveimru leikjum liðsins af þremur á æfingamóti í Noregi sem fram fór í síðustu viku.