Fótbolti

Haller snéri aftur á völlinn eftir krabbameinsmeðferð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sebastien Haller snéri aftur á knattspyrnuvöllinn í fyrsta skipti eftir að hann greindist með illkynja æxli.
Sebastien Haller snéri aftur á knattspyrnuvöllinn í fyrsta skipti eftir að hann greindist með illkynja æxli. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Sebastian Haller snéri aftur á völlinn í dag í vináttuleik fyrir þýska liðið Borussia Dortmund. Haller hafði verið frá keppni frá því seinasta sumar þegar hann greindist með illkynja æxli í eista.

Framherjinn kom inn af varamannabekknum á 73. mínútu er Dortmund mætti Fortuna Dusseldorf í vináttuleik á Marbella á Spáni í dag. Hann kom inn á í stöðunni 2-1, en Dortmund vann leikinn að lokum 5-1.

Eins og áður segir var þetta í fyrsta skipti sem Haller leikur með liðinu síðan hann greindist með illkynja æxli í júlí á seinasta ári, stuttu eftir að hann gekk í raðir Dortmund frá Ajax.

Hann hefur gengist undir tvær skurðaðgerðir og þeirra á milli gekk hann í gegnum lyfjameðferð til að vinna bug á meininu.

Dortmund birti myndband ad því þegar Haller kom inn af varamannabekknum á Twitter-síðu sinni í dag og eins og við var að búast var honum vel fagnað af liðsfélögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×