Þetta segir Magalhães í samtali við portúgalska handknattleikssambandið, en eins og alþjóð veit mætast þjóðirnar í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta annað kvöld.
Aðspurður um leikinn sagði Magalhães að íslenska liðið væri líklega það sterkasta í D-riðli. Hann bætir einnig við að portúgalska liðið hafi undirbúið sig vel og að hann telji liðið betra en fyrir ári síðan þegar Íslendingar unnu fjögurra marka sigur gegn Portúgölum á EM, 28-24.
🤾♂️ Speaking to @AndebolPortugal, Fábio Magalhães talked about 🇵🇹' opponents:
— Leonardo Bordonhos (@Leo_bordonhos) January 10, 2023
"🇮🇸 might be the strongest in the group. They're the best in the 🌍 playing 1×1. They're aggressive defensively, good keepers, and pivots. We've been preparing and I think we're better than a year ago"
„Ísland er líklega sterkasta liðið í riðlinum. Þeir eru bestir í heimi í einvígjum. Þeir eru aggressívir varnarlega, með góða markmenn og hornamenn. Við erum búnir að vera að undirbúa okkur og ég tel okkur vera betri en fyrir ári síðan,“ sagði Magalhães.