Meðal sigurvegara voru Austin Butler fyrir hlutverk sitt sem Elvis Presley og Jennifer Coolidge fyrir hlutverk sitt sem Tanya McQuoid í þáttunum The White Lotus.
Senuþjófur kvöldsins var án efa tónlistarkonan Rihanna sem tilnefnd var fyrir lagið Lift me Up úr myndinni Black Panther: Wakanda Forever. Rihanna hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún varð móðir á síðasta ári og því vakti viðvera hennar mikla lukku. Hún og barnsfaðir hennar A$AP Rocky mættu þó ekki á rauða dregilinn, heldur laumuðu þau sér inn á hátíðina rétt áður en hún hófst.
Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá kvöldinu.






















