Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 10:43 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að viðræðuslit Eflingarfólks gætu kostað félagsmenn Eflingar um þrjá milljarða króna þar sem afturvirkni samninga sé ekki lengur á borðinu. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12