Handbolti

Myndasyrpa: Fyrsta æfingin í gryfjunni í Kristianstad

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það mátti sjá að stemningin í hópnum fyrir HM er einstaklega góð.
Það mátti sjá að stemningin í hópnum fyrir HM er einstaklega góð. Vísir/Vilhelm

Íslenska landsliðið í handbolta æfði í fyrsta sinn í Kristianstad Arena í dag en liðið leikur sinn fyrsta leik á HM annað kvöld gegn Portúgal.

Höllin tekur 4700 manns í sæti og er búist við um þúsund Íslendingum á leikinn annað kvöld.

Höllin er ein sú minnsta á mótinu í ár en algjörlega frábær fyrir íslenska liðið. Um er að ræða algjöra gryfju og má gera ráð fyrir því að það verði blátt haf í stúkunni annað kvöld.

Spurning hvort íslenska liðið verði í raun á heimavelli.

Hér að neðan á sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók á æfingunni í dag en eins og alltaf var hitað upp í fótbolta fyrir átökin.

Björgvin Páll var með fyrstu mönnum út í sal og virðist klár í slaginn. Vísir/Vilhelm
Viggo Kristjánsson þambar hér einhvern vel valinn heilsudrykk. Vísir/Vilhelm
Fyrirliðinn virkar í hörkustandi. Vísir/Vilhelm
Bjöggi sýnir listir sínar hér með boltann. Vísir/Vilhelm
Sjálfur hitaði Gummi Gumm ágætlega upp. Vísir/Vilhelm
Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir hér við Ómar Inga Magnússon sem er lykilleikmaður íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm
Æfingin hófst nokkuð rólega og byrjuðu menn ýmist í teygjum eða léttu skokki. Vísir/Vilhelm
Allir eru heilir í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir var mjög einbeittur á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm
Alltaf er hitað upp í fótbolta. Vísir/Vilhelm
Ólafur Guðmundsson lék með Kristianstad sjálfur í sex ár. Hann þekkir þessa höll vel. Vísir/Vilhelm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×