Handbolti

„Get eiginlega ekki beðið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elliði er klár í leikinn gegn Portúgal á morgun. 
Elliði er klár í leikinn gegn Portúgal á morgun.  Vísir/vilhelm

„Mér líður ótrúlega vel og ég get eiginlega ekki beðið,“ segir Elliði Snær Viðarsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu liðsins í Kristanstad Arena í dag. Liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á HM annað kvöld.

„Það var mjög mikilvægt að fá þessa leiki við Þjóðverjana um helgina og við gátum mælt okkur við þá og sáum hvar við stöndum. Við gátum rúllað á liðinu og margir fengu tækifæri og við náðum að fínpússa nokkra hluti.“

Hann segir að það hafi verið mikilvægt að spila fyrir framan svona marga áhorfendur í Þýskalandi til að koma sér í gírinn fyrir leikina á HM.

„Við áttum ábyggilega svona 0,2 prósent af áhorfendum á staðnum af þeim tíu þúsund sem voru í höllinni. Það var geggjað að fá smá mótlæti. Þau svör sem við fengum gegn Þjóðverjum voru að við erum mjög góðir í sókn og þurfum að fínpússa varnarleikinn aðeins. Þá erum við bara drullu solid.“

Klippa: Viðtal við Elliða Snæ: Ég get ekki beðið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×