Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 15:14 Landsréttur kvað upp dóm sinn í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira