Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 15:14 Landsréttur kvað upp dóm sinn í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira
Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira