Handbolti

Guðmundur: Það er bara fínt að það séu gerðar væntingar til okkar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur er með báða fætur á jörðinni þó svo hann viti að liðið hans sé frábært.
Guðmundur er með báða fætur á jörðinni þó svo hann viti að liðið hans sé frábært. vísir/vilhelm

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er meira en klár í slaginn við Portúgal í kvöld en þetta er þriðja mótið í röð þar sem Ísland byrjar á að spila við Portúgal.

„Þetta er búinn að vera mikill undirbúningur og það tekur marga mánuði að undirbúa sig fyrir stórmót,“ segir þjálfarinn vinnusami.

„Við erum búnir að kortleggja Portúgal eins vel og við getum. Liðið er töluvert breytt frá í fyrra. Andre Gomes er kominn inn en hann er hættuleg vinstri skytta. Costa-bræður eru öðruvísi. Hraðir og góðir.“

Landsliðsþjálfarinn segir að liðið sé í toppstandi og enginn að glíma við meiðsli.

Klippa: Guðmundur um Portugalsleikinn

„Við erum fullir tilhlökkunar. Það er búið að undirbúa lengi og það byggist upp eftirvænting eftir því sem nær dregur. Það er gott að byrja þetta og við iðum í skinninu.“

Það er ótrúlegur áhugi á landsliðinu og mikil trú á að liðið geti farið mjög langt að þessu sinni. Þessi umræða hefur ekki farið fram hjá Guðmundi.

„Það er bara fínt að það séu gerðar væntingar. Ég hef reynt að benda á að við erum að fara í hörkuverkefni gegn góðum liðum. Það er verkefni okkar að taka eitt skref í einu. Við vitum að andstæðingurinn er góður en það erum við líka. Það er stutt á milli í þessu og við verðum að eiga góðan leik til að vinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×