„Að tapa á móti Val er ekkert til að skammast sín fyrir en ég er ekki sáttur með frammistöðuna“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2023 22:05 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með frammistöðu Hattar í tuttugu og sjö stiga tapi gegn Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum. Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
„Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum.
Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira