Fimm íslensk félög fá alls ellefu milljónir frá UEFA vegna stelpnanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 09:47 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki á EM í Englandi í sumar og liðsfélagar hennar gleðjast líka með henni. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir nú í fyrsta sinn umbunargreiðslu vegna þátttöku leikmanna félaga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Íslenska landsliðið var með á EM í Englandi í fyrrasumar og íslensk félög, jafn þeim erlendu félögum sem íslensku stelpurnar leika með, fá nú bætur frá UEFA. Í heildina fær 221 félag frá sautján löndum greiðslu en einungis félög innan Evrópu fá umtalaða greiðslu. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á vef sínum. Upphæðin sem félögin fá fer eftir því hversu lengi leikmaðurinn var fjarverandi frá sínu félagsliði. Fyrir hvern leikmann á EM sem var hluti af sínu landsliði tíu dögum fyrir mót og þar til liðið datt út fær félag að minnsta kosti tíu þúsund evrur sem samsvarar um einni og hálfri milljón króna á gengi dagsins í dag. Fimm íslensk félög fá greiðslur vegna leikmanna sinna, samtals 70.500 Evrur. Það gerir samtals tæplega ellefu milljónir íslenska króna. Íslensku félögin sem átti leikmann í leikmannahópi Íslands á EM í Englandi voru Valur (Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen), Breiðablik (Telma Ívarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir), Selfoss (Sif Atladóttir), Afturelding (Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving) og Þróttur (Íris Dögg Gunnarsdóttir). Íris Dögg Gunnarsdóttir kom inn fyrir Telmu Ívarsdóttur og voru þær því ekki allan tímann í hópnum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Íslenska landsliðið var með á EM í Englandi í fyrrasumar og íslensk félög, jafn þeim erlendu félögum sem íslensku stelpurnar leika með, fá nú bætur frá UEFA. Í heildina fær 221 félag frá sautján löndum greiðslu en einungis félög innan Evrópu fá umtalaða greiðslu. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á vef sínum. Upphæðin sem félögin fá fer eftir því hversu lengi leikmaðurinn var fjarverandi frá sínu félagsliði. Fyrir hvern leikmann á EM sem var hluti af sínu landsliði tíu dögum fyrir mót og þar til liðið datt út fær félag að minnsta kosti tíu þúsund evrur sem samsvarar um einni og hálfri milljón króna á gengi dagsins í dag. Fimm íslensk félög fá greiðslur vegna leikmanna sinna, samtals 70.500 Evrur. Það gerir samtals tæplega ellefu milljónir íslenska króna. Íslensku félögin sem átti leikmann í leikmannahópi Íslands á EM í Englandi voru Valur (Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen), Breiðablik (Telma Ívarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir), Selfoss (Sif Atladóttir), Afturelding (Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving) og Þróttur (Íris Dögg Gunnarsdóttir). Íris Dögg Gunnarsdóttir kom inn fyrir Telmu Ívarsdóttur og voru þær því ekki allan tímann í hópnum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira