Svíar gagnrýndir heima fyrir: „Ég vil helst ekki tjá mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Jim Gottfridsson vildi sem minnst segja um rútumálið. Samsett/Getty Svíar hófu leik á HM karla í handbolta í gær er þeir lögðu Brasilíu örugglega, 26-18, á heimavelli í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Það er hins vegar koma liðsins í höllina sem hefur sætt gagnrýni. Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg. HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg.
HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira