Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 12:00 Heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir við ástnad húsnæðisins og brunavarnir eru sömuleiðis í ólagi. Sveitarstjóri segir erfitt fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Vísir Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03