Handbolti

Harðverjar bjóða reyndan Frakka velkominn til handboltabæjarins Ísafjarðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leo Renaud-David í leik gegn Barcelona.
Leo Renaud-David í leik gegn Barcelona. getty/Urbanandsport

Annan föstudaginn í röð hefur Hörður kynnt nýjan erlendan leikmann til leiks.

Fyrir viku kynntu Harðverjar um komu Alexanders Tatarintsev, fyrrverandi leikmanns rússneska landsliðsins.

Í dag greindi Hörður svo frá komu Frakkans Leos Renaud-David og er hann boðinn velkominn til handboltabæjarins Ísafjarðar. 

Renaud-David lék síðast með Bidasoa á Spáni. Hann er þrautreyndur, 35 ára, og leikur í stöðu vinstri skyttu.

Auk Bidasoa hefur Renaud-David meðal annars leikið með Buzau í Rúmeníu, Istres í heimalandinu og Liberbank Cuenca á Spáni.

Þrátt fyrir að vera á botni Olís-deildarinnar með einungis eitt stig og átta stigum frá öruggu sæti eru Harðverjar ekki búnir að kasta inn hvíta handklæðinu og ætla að mæta sterkir til leiks eftir HM-hléið, allavega miðað við liðsstyrkinn sem þeir hafa sótt að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×