„Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að hvert einasta mark á öllum stórmótum getur skipt gríðarlega miklu máli,“ segir Gísli sem fékk stundum að kenna á því gegn Portúgölunum í gær.
„Skrokkurinn er smá lemstraður en það er eiginlega alltaf sama rútínan á þessum stórmótum. Bara beint eftir leik er það endurhæfing, næra sig vel og öll þessi klisja sem maður á að gera, að vera bara algjör proffi. Það er á þessum stórmótum þegar maður þarf virkilega að sjá vel um sig og passa að lappirnar og skrokkurinn verði ferskar fyrir næsta leik.“