Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 15:48 Andri er hér fremst á myndinni ásamt samstarfsfélögum sínum hjá Play. Aðsend Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“ Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“
Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira