Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 08:01 Michael Pollan höfundur How to Change Your Minds á Netflix var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um hugvíkkandi efni í læknisfræði í Hörpu. Hann telur slík efni geta verið bylting í meðferð við geðsjúkdómum en mikilvægt sé að nálgast viðfangsefnið á faglegan máta og láta vísindin ráða för. Vísir/Arnar Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum. Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum.
Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira