Fór í gegnum allan tilfinningaskalann Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2023 07:02 Sara Björk hefur leikið 145 landsleiki, fleiri en nokkur annar. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr. Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira
Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira