Það er gjörsamlega allt undir í þessum leik. Sigur og liðið fer áfram í milliriðil með fjögur stig og nánast komið með farseðil í átta liða úrslit mótsins. Tap aftur á móti flækir hlutina óþægilega mikið.
Í þætti dagsins fara strákarnir yfir stöðuna og ræða þessa frábæru stemningu sem nú er í Kristianstad en það verður víst fullt hús af fólki í kvöld og einstök stemning.
Þáttinn má sjá hér að neðan.