Pavel nýr þjálfari Tindastóls Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. janúar 2023 11:21 Pavel Ermolinski á Krókinn vísir/bára Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Vladimir Anzulovic var sagt upp störfum á Sauðárkróki á dögunum þar sem gengi liðsins hefur ekki verið talið ásættanlegt í Subway deildinni í vetur en Vladimir tók við liðinu síðastliðið haust. Pavel er einn sigursælasti körfuboltamaður landsins og þrautreyndur landsliðsmaður en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. „Pavel er annálaður körfuboltaheili fyrir utan alla hæfileika hans inni á vellinum. Hann er án efa einn allra sigursælasti körfuknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og er að okkar viti mikill happafengur fyrir Tindastól á þessum tímapunkti. Ég er sannfærður um að hann eigi eftir að koma með öfluga nýja og ferska vinda inn í liðið okkar á næstu mánuðum,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls í tilkynningu deildarinnar. Í tilkynningunni kemur fram að Pavel muni flytjast búferlum á Sauðárkrók ásamt fjölskyldu sinni. „Ég kynntist íslenska körfuboltanum fyrst í Borgarnesi og hef alla tíð síðan dáðst að þessari stemningu sem sum bæjarfélög úti á landi hafa náð að skapa í kringum körfuna. Tindastóll hefur í gegnum árin alltaf verið einn af stóru andstæðingunum og það hefur alltaf verið gaman að koma hingað á Krókinn og takast ekki bara á við frábæra leikmenn heldur stemninguna í stúkunni á hverjum einasta leik,“ er haft eftir Pavel. „Ég hef alltaf dáðst að þessu liði og það verður ótrúlega skemmtilegt að hafa stúkuna hér á Sauðarkróki loksins með sér en ekki á móti. Tindastóll á ennþá eftir að landa þeim stóra, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum, og það er mikill heiður fyrir mig að fá að blandast núna í þann stóra hóp sem vonandi mun gera þann draum að veruleika sem allra fyrst,“ segir Pavel. Tindastóll Subway-deild karla Skagafjörður Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Vladimir Anzulovic var sagt upp störfum á Sauðárkróki á dögunum þar sem gengi liðsins hefur ekki verið talið ásættanlegt í Subway deildinni í vetur en Vladimir tók við liðinu síðastliðið haust. Pavel er einn sigursælasti körfuboltamaður landsins og þrautreyndur landsliðsmaður en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. „Pavel er annálaður körfuboltaheili fyrir utan alla hæfileika hans inni á vellinum. Hann er án efa einn allra sigursælasti körfuknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og er að okkar viti mikill happafengur fyrir Tindastól á þessum tímapunkti. Ég er sannfærður um að hann eigi eftir að koma með öfluga nýja og ferska vinda inn í liðið okkar á næstu mánuðum,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls í tilkynningu deildarinnar. Í tilkynningunni kemur fram að Pavel muni flytjast búferlum á Sauðárkrók ásamt fjölskyldu sinni. „Ég kynntist íslenska körfuboltanum fyrst í Borgarnesi og hef alla tíð síðan dáðst að þessari stemningu sem sum bæjarfélög úti á landi hafa náð að skapa í kringum körfuna. Tindastóll hefur í gegnum árin alltaf verið einn af stóru andstæðingunum og það hefur alltaf verið gaman að koma hingað á Krókinn og takast ekki bara á við frábæra leikmenn heldur stemninguna í stúkunni á hverjum einasta leik,“ er haft eftir Pavel. „Ég hef alltaf dáðst að þessu liði og það verður ótrúlega skemmtilegt að hafa stúkuna hér á Sauðarkróki loksins með sér en ekki á móti. Tindastóll á ennþá eftir að landa þeim stóra, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum, og það er mikill heiður fyrir mig að fá að blandast núna í þann stóra hóp sem vonandi mun gera þann draum að veruleika sem allra fyrst,“ segir Pavel.
Tindastóll Subway-deild karla Skagafjörður Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira