Erlent

Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skot­á­rás í Lundúnum

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Frá Euston Road í norðurhluta London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Euston Road í norðurhluta London. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu.

Samkvæmt vef Guardian átti skotárásin sér stað á Phoenix Road, nálægt Euston lestarstöðinni.

Fram kemur að eitt af fórnarlömbunum sé sjö ára gömul stúlka. Hin fórnarlömbin þrjú, allt konur, eru 48 ára, 54 ára og 41 árs. Þær voru allar fluttar á sjúkrahús.

Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í nágrenni kirkju þar sem jarðarför stóð yfir. Talið er líklegt að skotið hafi verið úr bíl á ferð.

Meiðsli hinna slösuðu eru sögð ekki vera lífshættuleg, en þó kemur fram að hin 48 ára kona hafi hlotið meiðsli sem kunni vera varanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×