Handbolti

Guðmundur breytir ekki íslenska liðinu á milli leikja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið byrjaði mótið vel og heldur vonandi áfram sigurgöngu sinni í kvöld.
Íslenska landsliðið byrjaði mótið vel og heldur vonandi áfram sigurgöngu sinni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, breytir ekki sigurliði og ekki sigurhóp.

Guðmundur stillir upp sömu sextán leikmönnum á móti Ungverjalandi og unnu fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik mótsins.

Það þýðir skytturnar Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hvíla áfram. Þeir munu örugglega hvetja strákana okkar áfram úr stúkunni eins og allir íslensku stuðningsmennirnir sem gafa fjölmennt til Svíþjóðar.

Leikmennirnir sem spila í kvöld eru því markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, skytturnar Aron Pálmarsson, Viggó Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Ólafur Guðmundssonn, leikstjórnendurnir Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson, hornamennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson, Bjarki Már Elísson, Hákon Daði Styrmisson og Sigvaldi Guðjónsson og svo línumennirnir Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson og Arnar Freyr Arnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×