Handbolti

Topparnir í töl­fræðinni á móti Ung­verjum: Draumur í fyrri breyttist í mar­tröð í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason stoppaði átta sinnum í vörninni.
Ýmir Örn Gíslason stoppaði átta sinnum í vörninni. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi.

Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleiknum og var einnig sex mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik. Algjört hrun í lok leiksins þýddi mjög svekkjandi tap.

Ungverjar unnu síðustu átján mínútur leiksins þegar þeir breyttu stöðunni úr 25-19 fyrir Ísland í 30-28 sigur Ungverja.

Leikur íslenska liðsins kristallaðist kannski í tölfræði Bjarka Más Elíssonar sem nýtti níu fyrstu skotin sín í leiknum en klikkaði á þremur síðustu skotum sínum undir lokin.

Íslenska liðið spilaði óaðfinnanlega fram eftir leik en svo var eins og bensínið væri búið. Röð af röngum ákvörðunum þýddi fjöldi lélegra skota og fullt af töpuðum boltum. Roland Mikler í ungverska markinu varði hvert skotið á fætur öðru og leikurinn rann frá íslenska liðinu.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum öðrum leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Ungverjalandi á HM 2023 -
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Bjarki Már Elísson 9
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 7/4
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 4
  • 4. Aron Pálmarsson 3
  • 4. Sigvaldi Guðjónsson 3
  • 6. Björgvin Páll Gústavsson 1
  • 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1
  • -
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Bjarki Már Elísson 5
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 4/2
  • 3. Aron Pálmarsson 3 + 4 stoðsendingar
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 3
  • -
  • Markahæstir í seinni hálfeik:
  • 1. Bjarki Már Elísson 4
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 3
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 3/2
  • 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1
  • -
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Björgvin Páll Gústavsson 10 (29%)
  • 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 3 (38%)
  • -
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Bjarki Már Elísson 60:00
  • 2. Sigvaldi Guðjónsson 59:26
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 59:10
  • 4. Björgvin Páll Gústavsson 51:53
  • 5. Elliði Snær Viðarsson 46:34
  • -
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Bjarki Már Elísson 12
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 10/4
  • 3. Aron Pálmarsson 6
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 5
  • 4. Sigvaldi Guðjónsson 5
  • 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • -
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Aron Pálmarsson 7
  • 2. Björgvin Páll Gústavsson 3
  • 3. Elvar Örn Jónsson 2
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 2
  • -
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • 1. Aron Pálmarsson 10
  • 1. Bjarki Már Elísson 10
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 9
  • 4. Björgvin Páll Gústavsson 4
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 4
  • 6. Sigvaldi Guðjónsson 3
  • -
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 8
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 4
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 4. Elvar Örn Jónsson 2
  • 5. Sigvaldi Björn Guðjónsson 1
  • -
  • Mörk skoruð í tómt mark:
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 1
  • 1. Bjarki Már Elísson 1
  • 1. Björgvin Páll Gústavsson 1
  • -
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Aron Pálmarsson 4
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 2
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 2
  • -
  • Flest varin skot í vörn:
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 2. Ýmir Örn Gíslason 1
  • -
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Elvar Örn Jónsson 1
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson1
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 1
  • 1. Sigvaldi Guðjónsson 1
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
  • 1. Bjarki Már Elísson 8,55
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 8,02
  • 3. Aron Pálmarsson 7,76
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 7,13
  • 5. Sigvaldi Björn Guðjónsson 6,53
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 7,60
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 6,56
  • 3. Sigvaldi Björn Guðjónsson 6,50
  • 4. Ómar Ingi Magnússon 6,40
  • 5. Aron Pálmarsson 6,20
  • 5. Bjarki Már Elísson 6,20
  • -
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 11 úr hraðaupphlaupum (2 með seinni bylgju)
  • 4 með langskotum
  • 4 úr vítum
  • 3 af línu
  • 3 úr hægra horni
  • 2 með gegnumbrotum
  • 3 úr vinstra horni
  • -
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: Ungverjaland +4
  • Mörk af línu: Ungverjaland +3
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +8
  • Tapaðir boltar: Ísland -1
  • Fiskuð víti: Jafnt
  • Varin skot markvarða: Ísland +1
  • Varin víti markvarða: Ísland +1
  • Misheppnuð skot: Jafnt
  • Löglegar stöðvanir: Ísland +2
  • Refsimínútur: Ungverjaland +4 mínútur
  • -
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Ísland +1
  • 11. til 20. mínúta: Ísland +2
  • 21. til 30. mínúta: Ísland +1
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Ungverjaland +1
  • 41. til 50. mínúta: Ungverjaland +1
  • 51. til 60. mínúta: Ungverjaland +5
  • -
  • Byrjun hálfleikja: Jafnt
  • Lok hálfleikja: Ungverjaland +4
  • Fyrri hálfleikur: Ísland +5
  • Seinni hálfleikur: Ungverjaland +7



Fleiri fréttir

Sjá meira


×