Handbolti

HM í dag: Kalt er það Klara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henry og Stefán voru ekki beint hressir eftir leik í gærkvöldi. 
Henry og Stefán voru ekki beint hressir eftir leik í gærkvöldi.  Vísir/Hjalti

Það var þungt í þeim hljóðið þegar þeir Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson gerðu upp leik Íslands og Ungverjalands á HM í handbolta.

Ísland tapaði leiknum 30-28 þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum yfir þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Ungverjar unnu þær mínútur 11-3.

Þátturinn var tekin upp rétt eftir leik í gærkvöldi og voru menn heldur betur niðurlútir þegar þeir rifjuðu leikinn upp. En á jákvæðum nótum var aftur á móti hægt að gleðjast yfir ótrúlegri stemningu Íslendinga í Kristianstad allan gærdaginn.

Hér að neðan má sjá fjórða þáttinn af HM í dag.

Klippa: HM í dag - Fjórði þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×