Mark íslensku landsliðskonunnar kom eftir tæplega klukkutíma leik en þetta var fyrsta deildarmark hennar á yfirstandandi leiktíð.
Guðný lék allan leikinn í bakvarðarstöðunni hjá AC Milan. Margrét Árnadóttir, sem gekk til liðs við Parma frá Þór/KA á dögunum lék sinn fyrsta leik fyrir ítalska liðið í þessum leik.
Margrét lék síðasta hálftímann rúman fyrir Parma sem situr á botni deildarinnar með einungis sex stig. AC Milan er hins vegar í fimmta sæti með 22 stig eftir þennan sigur.