Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. janúar 2023 16:31 Stjórnvöld í Madrid minnast tvítugrar konu sem var myrt þ. 28. desember í Puente De Vallecas með mínútuþögn. Marta Fernandez Jara/Getty Images Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent