Handbolti

Bjarki markahæstur á HM eftir tvo fyrstu leikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson fagnar einu af mörkum sínum á heimsmeistaramótinu.
Bjarki Már Elísson fagnar einu af mörkum sínum á heimsmeistaramótinu. Vísir/Vilhelm

Íslenski hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur skorað flest mörk á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir tvo fyrstu leikina.

Bjarki hefur skoraði 18 mörk í leikjunum tveimur eða níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki hefur nýtt 75 prósent skota sinna í mótinu.

Hann deilir efsta sætinu með Dananum Mathias Gidsel. Bjarki hefur skorað 3 mörk úr vítum en öll mörk Gidsel hafa komið utan af velli.

Ómar Ingi Magnússon er búinn að skora fjórtán mörk og deilir fimmta sætinu með tveimur öðrum.

Auk Bjarka og Gidsel hafa aðeins Hollendingurinn Kay Smiths og Svartfellingurinn Branko Vujovic skorað fleiri mörk en Ómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×